Fréttir
Áhrifakort 29. apríl 2009
Áhrifakort 29. apríl 2009

Jarðskjálfti SSA af Skálafelli á Hellisheiði

29.4.2009

Laust fyrir klukkan 3 í nótt varð jarðskjálfti af stærðinni 3.9 um 5 kílómetra SSA af Skálafelli á Hellisheiði þ.e. rétt austan við Hjallahverfi í Ölfusi. Skjálftinn var á um 8 km dýpi. Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið.

Eins og staðan er núna er ekki talið að þessi skjálfti sé fyrirboði stærri skjálfta en fylgst verður vel með svæðinu á næstu dögum.

Tilkynningar hafa borist víða um að hann hafi fundist m.a. frá Hveragerði, Selfossi, Grímsnesi, Eyrarbakka, Seltjarnarnesi og Álftanesi.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica