Fréttir
línurit sem sýnir snjódýpt
Snjódýpt í 550 m hæð yfir sjó í Seljalandshlíð í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.

Snjóflóðsfleki fer af stað í 550 m hæð í Seljalandshlíð

4.3.2009

Í snjóflóðahrinunni 2.-3. mars féllu snjóflóð víða í Ísafjarðardjúpi.

Í Seljalandshlíð í Skutulsfirði er snjódýptarmælir í 550 m hæð yfir sjó og mælir hann þykkt snjóþekjunnar með hljóðbylgjugeisla. Geislinn er sendur til jarðar úr mastri sem reist hefur verið í hlíðinni. Mælingarnar eru gerðar á 10 mínútna fresti og sendar einu sinni á klukkustund með síma til Veðurstofunnar.

Mælirinn sýnir vaxandi snjódýpt frá miðnætti 1. mars og um miðjan dag þann 3. mars höfðu safnast um 50 cm af nýsnævi. Klukkan 15:40 lækkaði snjódýptin skyndilega um 40 cm og daginn eftir sást að snjóflóð hafið fallið úr Seljalandshlíðinni. Lækkunin á snjódýptinni stafar því af fleka sem farið hefur af stað ofan mastursins.

Hraði snjóflóðsins var ekki meiri en svo, skammt frá upptökunum, að flóðið klofnaði á mastrinu án þess að skemma það. Neðar í hlíðinni var hraðinn hins vegar orðinn svo mikill að þar hefði svipað mastur væntanlega eyðilagst.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica