Fréttir
snævi þakin tré, snjóað hefur í logni
Fyrir utan hús Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi 9 þann 29. janúar 2009.

Janúar 2009

Stutt tíðarfarsyfirlit

2.2.2009

Mánuðurinn var hlýr og úrkomusamur. Tíð var talin góð. Fyrri hluti mánaðarins var sérlega hlýr, en síðari hlutinn svalari.

Meðalhiti í Reykjavík var 1,8 stig og er það 2,4 stigum ofan við meðallag. Meðalhitinn á Akureyri var 0,3 stig og er það 2,5 stigum ofan meðallags, á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 2,2 stig og -3,3 stig á Hveravöllum.

Meðalhiti, frávik og röð

stöð hiti frávik röð af
Reykjavík 1,8 2,4 14 144
Stykkishólmur 1,2 2,2 16 165
Bolungarvík 0,6 1,8 24 112
Akureyri 0,3 2,5 23 128
Egilsstaðir 0,6 3,0 11 61
Dalatangi 2,7 2,3 15 71
Höfn í Hornaf. 2,2 2,1 9 44
Stórhöfði 3,3 2,0 12 132
Hveravellir -3,3 3,2 6 44

Mánuðurinn var 14. hlýjasti janúar frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík, 1870.

Úrkoma var mikil í mánuðinum. Í Reykjavík mældist hún 108 mm og er það um 40 prósent umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 104 mm og er það nærri tvöföld meðalúrkoma. Ekki hefur mælst jafnmikil úrkoma í janúar á Akureyri síðan 1975, en 1990, 2002 og 2004 var hún þó litlu minni en nú. Á Höfn mældist úrkoman 222 mm og er það meir en tvöföld meðalúrkoma þar um slóðir.

Sólskinsstundir mældust 27 í Reykjavík og er það nærri meðallagi, á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 15 og er það 8 stundum fleiri en í meðalári.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 12,7 stig, á Seyðisfirði þann 8. Hæsti hiti á mannaðri stöð mældist á Skjaldþingsstöðum 11,5 stig og er sú færsla bókuð þann 9.

Lægsti hiti mánaðarins mældist -22,0 stig í Möðrudal þann 30. Sama dag var lágmarkshiti á Grímsstöðum -16,8 stig.

 



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica