Fréttir
Sólstöður í Mosfellsbæ
Sólstöður í Mosfellsbæ 21. desember 2008

Desember 2008

Stutt tíðarfarsyfirlit

2.1.2009

Tíðarfar var lengst af gott í desember þó snjór væri meiri á jörðu en á sama tíma undanfarin ár.

Meðalhiti í Reykjavík var 1,1 stig eða 1,3 stig yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn -0,3 stig og er það 1,6 stigum yfir meðallagi.

stöð hiti frávik röð af
Reykjavík 1,1 1,3 41 143
Stykkishólmur 0,8 1,6 33 165
Bolungarvík 0,5 1,7 28 112
Akureyri -0,3 1,6 37 128
Egilsstaðir -1,8 0,4 33 61
Dalatangi 2,4 1,8 17 71
Höfn í Hornaf. 0,5 0,1 19 44
Stórhöfði 2,5 1,1 40 132
Hveravellir -4,7 1,6 14 43


Meðalhiti og vik frá meðaltalinu 1961-1990.

Úrkoma í Reykjavík mældist 124 mm og er það 57% umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 43 mm og er það um 20% undir meðallagi. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 145 mm en það er 23% umfram meðallag.

Sólskinsstundir mældust 7 í Reykjavík og er það 5 stundum minna en í meðalárferði. Ekkert sólskin mældist á Akureyri eins og langoftast í desember.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,4 stig á sjálfvirku stöðinni á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði þann 10. og morguninn eftir hafði hitinn um nóttina farið í 13,6 stig á mönnuðu stöðinni á sama stað. Það varð hæsti hiti á mannaðri stöð í mánuðinum. Lægsti hiti mánaðarins mældist á sjálfvirku stöðinni á Neslandatanga við Mývatn þann 14., -26,3 stig. Sama dag fór hiti niður í -22,7 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Það var lægsti hiti á mannaðri stöð í mánuðinum.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica