Fréttir
Eiríksjökull og Arnarvatnsheiði
Eiríksjökull og Arnarvatnsheiði fjær. Strútur til vinstri.

Flugleiðsöguþjónusta

23.12.2008

Í gær, 22. desember, gaf Flugmálastjórn Íslands út tvö starfsleyfi vegna flugleiðsöguþjónustu, annað til Flugfjarskipta ehf og hitt til Veðurstofu Íslands. Er þetta í fyrsta sinn sem Flugmálastjórn gefur út slík starfsleyfi en þau eru gefin út með vísan til íslenskrar reglugerðar nr. 631/2008 um starfsleyfi í flugleiðsöguþjónustu.

Sú reglugerð er byggð á samevrópskri reglugerð um sama efni sem tók gildi hér á landi á síðasta ári. Eru þetta tímamót í veðurþjónustu Veðurstofu Íslands því aldrei áður hefur stofnuninni verið veitt formlegt starfsleyfi fyrir þjónustu sinni. Slík leyfisveiting er dæmi um meiri og formfastari kröfur og alþjóðavæðingu í starfsemi Veðurstofunnar.

Á undanförnum árum hefur Veðurstofan unnið að innleiðingu gæðakerfis fyrir alla stofnunina en flugveðurþjónustan fékk vottun skv. alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001 í nóvember 2006. Var sú vottun mikilvæg forsenda fyrir starfsleyfinu. Margir starfsmenn, bæði innan Veðurstofunnar og hjá Flugmálastjórn, hafa komið að því verkefni að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar en stofnunin naut auk þess ráðgjafar ráðgjafafyrirtækisins 7.is.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica