Fréttir
Skjalfti 6. desember 2008
Jarðskjálfti af stærðinni 3,6. 6. desember, 2008.

Skjálfti 3,6 kl. 14:16

6.12.2008

Skjálfti af stærðinni 3,6 varð kl. 14:16. Hann átti upptök sín við Skálafell á Hellisheiði, eða um 10 km beint norður af Þorlákshöfn.

Skjálftans varð víða vart og bárust tilkynningar í gegnum vef Veðurstofunnar m.a. frá Stokkseyri, Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Álftanesi.

Skv. tilkynningunum virðist ekki um mikið tjón að ræða vegna skjálftans, en húsmunir hristust og fólk fann fyrir bylgjum í gólfinu.

Eftirskjálftavirkni hefur ekki verið mikil, en smáskjálftar hafa verið algengir í Skálafelli undanfarna mánuði.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica