Fréttir
Flatey á Skjálfanda, séð frá Víkurhöfða
Flatey á Skjálfanda, séð frá Víkurhöfða.

Jarðskjálftayfirlit 11. - 24. ágúst 2008

29.8.2008

Mesta skjálftavirknin var austan við Grímsey, við Flatey á Skjálfanda og í Ölfusi.

Mörg hundruð jarðskjálftar mældust við Grímsey á þessu tímabili, en skjálftahrina hófst þar 28. júlí. Stærsti jarðskjálftinn, 4 að stærð, varð 18. ágúst og fannst í Grímsey.

Rétt norðan við Flatey var mikil skjálftavirkni frá 21. - 24. ágúst, en þá mældust nokkur hundruð jarðskjálftar. Enginn var þó yfir 2 að stærð.

Jarðskjálfti, 2,3 að stærð, fannst í Hveragerði 20. ágúst. Upptök hans voru nokkrum kílómetrum norðan við bæinn.

Talsverður fjöldi jarðskjálfta átti upptök undir Vatnajökli.

Sjá nánar í vikuyfirliti.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica