Fréttir
Grímsey, Eyjarfótur.
Grímsey, Eyjarfótur.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

23.7.2008

Nokkuð öflug jarðskjálftahrina hófst um 16 km austan við Grímsey um kl. 12 í dag.
Klukkan 12:36 varð skjálfti af stærðinni 4,1 og litlu fyrr, eða klukkan 12:29, varð skjálfti af stærðinni 3,1.

Skjálftinn fannst m.a. í Svarfaðardal.

Áframhaldandi skjálftavirkni er við Grímsey. Kl. 13:10 mældist jarðskjálfti af stærðinni 4,3 á sömu slóðum og stóð harðasta virknin til 13:20.

Enn er nokkur virkni á svæðinu og grannt er fylgst með hvernig hún þróast.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica