Fréttir
dæmi um

Aðrir vefir geta birt veðurkort Veðurstofunnar

Prófanir standa yfir

9.7.2008

Veðurstofa Íslands mun á næstunni gera vefstjórum kleift að birta án fyrirhafnar veðurupplýsingar á sínum vefjum. Þannig geta vefstjórar birt þau veðurkort sem nýtast best notendum viðkomandi vefs. Þessi þjónusta er ókeypis. Þjónustan byggist á 'iframe'-tækninni. Í raun og veru birtist þá sérsniðin síða frá vedur.is inni í síðu viðkomandi vefs.

Útfærðir hafa verið tveir stórir 'iframe'-rammar sem ætlað að vera meginefni heillar síðu. Til stendur að útfæra einnig minni 'iframe'-ramma með veðurathugun og/eða spá fyrir ákveðna veðurstöð eða stöðvar.

Nú standa yfir prófanir á þessari þjónustu. Vefstjórar, sem áhuga hafa á að taka þátt í prófununum, geta haft samband við helgiborg(hjá)vedur.is til að fá frekari upplýsingar. Þeim sem taka þátt gefst kostur á birta veðurkort strax á vefjum sínum og hafa áhrif á útfærslu 'iframe'-rammanna.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica