Fréttir
Far eftir einn af stærstu steinunum frá upptakastað
Mynd 4. Far eftir einn af stærstu steinunum frá upptakastað.
1 2 3 4
næsta

Mælingar á grjóthruni í Ölfusi

27.6.2008

Miðvikudaginn 25. júní fóru tveir starfsmenn Veðurstofunnar í Ölfus til að skoða ummerki um grjóthrun sem varð í jarðskjálftanum 29. maí sl.

Staðsetning hnullunga sem náðu einna lengst frá hlíðinni var mæld með GPS-staðsetningartæki og stærð þeirra áætluð. Fallhæðin var mæld, fjarlægð frá upptakastað og hornið frá hnullungi að þeim stað sem hann losnaði frá.

Í heildina voru 97 punktar mældir og sjást þeir sem rauðir deplar á mynd 1. Úthlaupshorn flestra hnullunganna sem mældir voru reyndist á bilinu 25° til 35°. Á mynd 2 má sjá fallhæð og vegalengd steinanna.

Einn stærsti steinninn reyndist vera 50 rúmmetrar og hafði hann skoppað rúmlega 370 metra frá brotstálinu í sunnanverðu Ingólfsfjalli. Á mynd 3 sést þessi steinn og á mynd 4 farið eftir hann frá upptökum og þar til hann stöðvaðist.

Ef smellt er á myndirnar stækka þær.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica