Fréttir
Upptök jarðskjálftans í Ölfusi
Upptök jarðskjálftans í Ölfusi

Upptök jarðskjálftanna í Ölfusi

30.5.2008

Á meðfylgjandi mynd má sjá staðsetningu upptaka skjálftanna frá í gær.

Meginhreyfingin er á sprungu sem sýnd er með grænum lit og svörtu örvarnar sýna færslustefnuna. Þetta er hægrihandar sniðgengi eins og í Suðurlandsskjálftunum árið 2000.


Upptök jarðskjálftans við suðvestanvert Ingólfsfjall eru sýnd með stjörnu.


Skjálftavirkni hefur einnig verið við Hjallahverfið í vestanverðu Ölfusinu en á þeim slóðum varð jarðskjálfti að stærð 5 í nóvember 1998.


Litlar líkur eru því á svipað stórum skjálfta á þeim slóðum. Á neðri hluta myndarinnar má sjá dýpi skjálftanna.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica