Fréttir
Séð norðan frá Kverkfjöllum í Vatnajökli
Séð norður frá Kverkfjöllum í Vatnajökli; Dyngjujökull, Dyngjufjöll, Herðubreið.

Jarðskjálftayfirlit 3. - 9. mars 2008

11.3.2008

Mesta skjálftavirknin í þessari viku var við Álftadalsdyngju, en þar hófst skjálftahrina aðfaranótt sunnudagsins 2. mars. Frá 2. - 9. mars mældust um 1100 jarðskjálftar á svæðinu, flestir innan við einn að stærð. Um 500 mældust fyrsta daginn. Upptök skjálftanna voru aðallega á 13 - 15 kílómetra dýpi.

Hátt í 100 jarðskjálftar mældust í hrinu NNA við Grímsey. Mestu skjálftarnir í hrinunni voru um 3 stig. Einnig mældist jarðskjálfti að stærð 3 í Öxarfirði.

Sjá nánar vikuyfirlit.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica