Fréttir
skjámynd af forsíðu enska vefsins

Veðurstofan opnar nýjan enskan vef

6.3.2008

Veðurstofa Íslands hefur opnað nýjan enskan vef. Hann er í grunninn eins og sá íslenski þó hér sé enn meira af fróðleik og ýmiss konar gögnum.

Með þessu fær enskumælandi fólk aðgang að nákvæmum veðurspám og athugunum fyrir Ísland og að sama skapi ætti öryggi erlendra ferðalanga á Íslandi að aukast. Einnig fást upplýsingar um jarðskjálfta.

Veðurstofan biður vefstjóra og aðra sem vísa á www.vedur.is frá vefsíðum á ensku að uppfæra vefslóðir sínar svo þær vísi beint á enska vefinn. Slóðin er http://en.vedur.is.

Skoða enskan vef



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica