Fréttir
Horft í átt að Torfajökli
Horft í átt að Torfajökli. Myndin er tekin sumarið 2004.

Jarðskjálftayfirlit 4. - 10. febrúar 2008

12.2.2008

Vikan var mjög róleg og einungis mældust 62 jarðskjálftar. Mesta virknin var á Suðurlandi, Hengilssvæði og Ölfusi þar sem mældust 24 litlir skjálftar. Stærsti skjálfti vikunnar varð norðan Grímseyjar á þriðjudaginn og mældist hann 2 stig.
Rólegt var í Vatnajökli og á svæðinu norðan hans. Nokkrir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og þrír litlir í Eyjafjallajökli og sömuleiðis á Torfajökulssvæðinu.

Sjá nánar vikuyfirlit.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica