Fréttir
Skjálftar við Grindavík
Jarðskjálftar við Grindavík frá byrjun júlí 2007 til 27. janúar 2008.

Jarðskjálftayfirlit 21.-27. janúar

Skjálftar við Grindavík

29.1.2008

144 skjálftar mældust í vikunni. Tiltölulega rólegt var á flestum svæðum á landinu, nema við Grindavík, en þar mældust 58 skjálftar. Flestir urðu þeir þann 23. janúar, eða 51 og voru 2 þeirra af stærðinni 4.

Staðsetning skjálftanna var rétt norð-austur af Grindavík, en einnig mældust 2 litlir skjálftar undir bænum sjálfum.

Fundust stærstu skjálftarnir mjög vel í Grindavík, þar sem að munir féllu úr hillum. Einnig er vitað til þess að þeir hafi fundist í Keflavík.

Skjálftar á þessum slóðum fundust einnig í byrjun júlí árið 2007.

Reykjanesskaginn er mjög virkt jarðskjálftasvæði. Kl. 2 um nóttina, 23. ágúst árið 2003 varð skjálfti í Krísuvík af stærðinni 5 og fannst hann m.a. í Reykjavík.

Hér má lesa frekari umfjöllun um skjálftavirkni vikunnar.

Einnig má skoða skjálftavirknina með aðstoð skjálftavefsjárinnar eða af síðunni skjálftar fyrir Google Earth.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica