Fréttir
Íslandskort með misstórum hringum sem tákna jarðskjálfta
Virkni 14.1.2008 - 20.1.2008

Jarðskjálftayfirlit 14. - 20. janúar 2008

23.1.2008

Alls voru staðsettir 174 jarðskjálftar í vikunni. Stærstu skjálftarnir nærri landi voru á Reykjaneshrygg, um 2,9 að stærð.

Nokkrir skjálftar mældust undir Vatnajökli og var mesta virknin við Hamarinn, en þar mældust 10 skjálftar. Jarðskjálftavirknin sem hófst við Upptyppinga hefur færst austur á bóginn yfir í Álftadalsdyngju og voru staðsettir þar 20 skjálftar í vikunni.

Rólegt var undir Mýrdalsjökli og á Suðurlandi. Nokkrir skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, mest norður og austur af Grímsey.

Sjá nánar vikuyrfirlit.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica