Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 31.12. - 6.1. 2008
Jarðskjálftayfirlit 31.12. 2007 - 6.1. 2008

Jarðskjálftayfirlit 31.12. 2007 - 6.1. 2008

10.1.2008

Í vikunni voru staðsettir 136 jarðskjálftar og ein líkleg sprenging. Stærsti skjálftinn sem mældist á landinu í vikunni var að stærð 2,8 með upptök við Bárðarbungu. Annar skjálfti að stærð 2,5 var við Kistufell við norvestanverðan Vatnajökul en alls mældust 13 skjálftar undir Vatnajökli.

Við Upptyppinga mældust 10 skjálftar í vikunni. Þeir voru allir minni en 1 að stærð. Upptök þeirra voru á 14-17 km dýpi.

Undir Mýrdalsjökli mældust 19 skjálftar, flestir undir vestanverðum jöklinum. Á Tjörnesbrotabeltinu úti fyrir Norðurlandi mældust 30 skjálftar.

Sunnudagskvöldið 6. janúar hófst jarðskjálftahrina með upptök við Reykjanestá og stóð hún fram á mánudaginn 7. janúar. Þann 5. janúar var jarðskjálftahrina með upptök syðst í Kleifarvatni. Í hrinunni mældust 17 skjálftar þennan dag og var stærsti skjálftinn 2,2 að stærð. Átta skjálftar áttu upptök við Kotströnd í Ölfusi

Sjá nánar vikuyfirlit.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica