Fréttir
Margrét Þórhildur

Danadrottning um veðurstofur og ofurtölvu

26.1.2017

Danadrottning Margrét Þórhildur nefndi traust milli stofnana á Íslandi og í Danmörku og ofurtölvu dönsku veðurstofunnar DMI í ræðu sinni í veislu með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Forsetinn er í opinberri heimsókn í Danmörku.

Hún sagði: "Í hve mörgum löndum mundi stofnun skoða það að setja ofurtölvu sína upp hjá systurstofnun í öðru landi? Og fá því lokið á réttum tíma, vandræðalaust? Þetta gerði danska veðurstofan! Ég held að veðrið skáni ekki með þessu samstarfi, en loftslagið gæti lagast hvað snertir losun gróðurhúsalofttegunda."

Hlusta má á ræðurnar hér á vefsíðu Danmarks Radio , en drottningin ræðir þetta á mínútu 3:50.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica