Fréttir

© Einar Guðberg Gunnarsson
Ský yfir höfuðborgarsvæðinu síðdegis hinn 24. júlí 2015. Götin sem skúraskýin mynda í flötu skýjabreiðuna eru ísunargöt - þau myndast þegar skýjadropar breytast í ískristalla, stækka um of, falla í átt til jarðar og gufa upp. Flötu, hvítleitu skýin, sem götin mynduðust í, eru netjuský. Þau eru samsett úr örsmáum vatnsdropum - þótt hiti sé neðan frostmarks. Til að frjósa þurfa þeir þéttikjarna (t.d. rykagnir eða ískristalla) og ef þeir finnast hefst keðjuverkun þar sem skýjadroparnir þéttast á ískristallana, falla niður og skilja eftir holu í netjuskýjabreiðunni. Myndin hér að ofan er tekin á golfvelli í Leirunni af Einari Guðberg Gunnarssyni.
Önnur mynd af sama fyrirbærinu var tekin af Halldóri Björnssyni af svölum Veðurstofunnar við Bústaðaveg. Í efri hluta skúraskýja eru ekki vatnsdropar heldur ískristallar og það sést vel á þráðarlagi toppa þeirra. Seinni myndin sýnir það vel.

Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica