Fréttir

Línurit úr Doppler ratsjá Veðurstofunnar (stækkanlegt) sem sýnir flóð úr Skollahvilft við Flateyri 20. mars 2013 kl. 04:44. Athugið að myndin sýnir röð línurita sem birtast í tímaröð frá vinstri til hægri. Alls sýna línuritin um 27 augnabliksupplýsingar um flóðið á tæpum 80 sekúndum. Hraði flóðsins er lesinn af láréttum ás hvers línurits. Tvær ratsjár eru á varnargarðinum: Rauða línan sýnir upplýsingar frá efri ratsjánni en græna línan frá þeirri neðri.