Fréttir
Fjalla-bólstrar/-flákar á Esju að morgni 26. október 2007. Ætíð er álitamál hvort flokka eigi ský sem þessi og sitja föst á fjöllum sem bólstra (cumulus) eða sem flákaský (stratocumulus). Efra skýjalagið flokkast hins vegar sem netjuský sem orðið er til úr skúraklakka (altocumulus cumulogenitus). Mikil umferð skúraklakka (cumulonimbus) var um svæðið þennan dag.