Fréttir
Þróun hnattræns meðalhita
Árið 2018 var um 1°C hlýrra en meðalhiti jarðar fyrir iðnbyltingu

Árið 2018 eitt fjögurra hlýjustu ára frá upphafi samfelldra mælinga

Meðalhiti jarðar um 1°C hlýrri en fyrir iðnbyltingu

7.2.2019

Í gær voru birtar niðurstöður frá fimm stofnunum sem meta þróun hnattræns meðalhita. Niðurstöðum ber saman um að árin 2015, 2016, 2017 og 2018 hafi verið fjögur hlýjustu árin síðan samfelldar mælingar hófust. Árið 2018 var um 1°C hlýrra en meðalhiti jarðar fyrir iðnbyltingu (með óvissu um ±0.13°C) og er fjórða hlýjasta árið.

Í fréttatilkynningu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) segir Petteri Taalas aðalritari stofnunarinnar að langtímahneigð meðalhita skipti meiru en röðun einstakra ára. Hlýnun bæði í hafi og á landi sé fordæmalaus og 20 hlýjustu árin hafi átt sér stað á síðustu 22 árum.  Hitatölur séu þó einungis hluti sögunnar, mörg þjóðríki og milljónir manna hafi orðið fyrir skakkaföllum vegna öfga í veðri og veðurfari árið 2018. "Margir þessara atburða falla vel að því sem búast má við vegna loftslagsbreytinga. Þetta er sá veruleiki sem við verðum að horfast í augu við. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga  ættu að vera hnattrænt forgangsmál".




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica