Uppfært 10. ágúst 2023
Veðurstofan hefur uppfært
hættumatskortið fyrir gosstöðvarnar við Litla-Hrút. Það skal
tekið skýrt fram að enn er hætta nærri
gossvæðinu. Mikill hiti leynist í nýja hrauninu. Sums staðar er aðeins
þunn skel yfir annars funheitu og óstorknuðu hrauni. Jaðrar nýja
hraunsins eru óstöðugir og úr þeim geta fallið stóri hraunmolar. Gas sem
sleppur úr hrauninu getur safnast í dældir. Í kjölfar umbrotanna
leynast líka sprungur á svæðinu sem skapa hættu.
Uppfært 21.08.
Kaflaskil hafa orðið í gosinu í Meradölum en síðustu daga hefur gosóróinn minnkað jafnt og þétt og í nótt datt hann alveg niður. Samhliða því hefur virknin í gígnum minnkað og er nú nánast engin. Myndin hér að neðan sýnir óróann frá því áður en gosið hófst, meðan á því stóð og svo núna þegar svo virðist sem því sé að ljúka.
Uppfært 7.1. kl15:06
Þeirri jarðskjálftahrinu sem hófst þann 21. Desember við Fagradalsfjall hefur nú slotað. Aflögun hefur ekki átt sér stað síðan þann 28. Desember samkvæmt mælingum úr GPS stöðvum og frá InSAR myndum. Það er því metið sem svo að þessari kviðu sé að líkindum lokið og litlar líkur á því að eldgos muni hefjast að svo stöddu. Vegna þessa hefur Veðurstofan breytt fluglitakóðanum í gulann . Veðurstofan mun halda áfram að fylgjast náið með svæðinu og öllum mögulegum breytingum sem geta orðið.
Lesa meiraSkjálftahrina hófst 27. september SV af Keili.
Skjálftarnir í hrinunni eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist
fyrr á árinu leiddi til eldgoss við Fagradalsfjall. Í dag hafa um 2.000
skjálftar mælst í hrinunni það sem af er, 8 af þeim hafa verið yfir 3 að stærð.
Enginn gosórói mælist, en skjálftavirknin í þessari hrinu er áþekk því sem sást
við Fagradalsfjall í aðdraganda eldgossins þar. Á þessu stigi er hinsvegar ekki
hægt að útiloka að skjálftarnir getir verið vegna spennubreytinga á svæðinu, en
ekki vegna kvikuhreyfinga. Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna á Reykjanesskaga og ræddi einnig virknina við Öskju á reglulegum stöðufundi.