Bárðarbunga
mynd

Bárðarbunga

Bárðarbungueldstöðvakerfið liggur á eystra gosbeltinu og er um 190 km langt og um 25 km breitt með megineldstöð sem nær í 2000 metra hæð yfir sjávarmáli og með sprungusveima sem liggja út frá henni. Kerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og dregur nafnið sitt af megineldstöðinni Bárðarbungu.

Vatnajökull hylur megnið af eldstöðinni og sprungusveimunum. Megineldstöðin hefur því jökulfylltan gíg sem er um 65 km2. Eldstöðvakerfið hefur verið mjög virkt á nútíma (e. Holocene) með að minnsta kosti 26 eldgosum á seinustu 11 öldum og er talið annað virkasta eldstöðvakerfi landsins. Síðasta gos í Bárðarbungukerfinu var sprungugosið í Holuhrauni sem hófst í ágúst 2014 og lauk í febrúar 2015. Flest gosanna eru basalt sprengigos sem verða á börmum Bárðarbungu en stór hraungos eru einnig þekkt, s.s. Þjórsárhraunin miklu sem mynduðust við gos í kerfinu fyrir um 8000 árum. Eldgos frá megineldstöðinni getur valdið stórum jökulhlaupum niður ár vestur og/eða norður úr Vatnajökli og eldgos á sunnanverðum sprungusveimi kerfisins getur valdið tjóni á aðalvirkjunarsvæðum landsins.

Meiri upplýsingar um eldstöðina er að finna í vefsjá íslenskra eldfjalla.


Jarðskjálftavirkni

GPS:

Yfirlit yfir GPS kerfið má finna hér.


Athugið að upplýsingar sem Veðurstofan birtir á vefjum sínum í rauntíma eru óyfirfarnar. Túlkun og úrvinnsla slíkra gagna er á eigin ábyrgð. Sjá einnig skilmála Veðurstofunnar um notkun gagna.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica