Staðarspár, textaspár og veðurathuganir

Staðaspár, textaspár og veðurathuganir

Leiðbeiningar um hvernig setja skuli inn ramma fyrir staðaspá, textaspá og veðurathuganir

Á þessari síðu eru leiðbeiningar um hvernig skuli setja inn ramma (iframe) fyrir staðaspár, textaspár og veðurathuganir (sjá einnig i-rammaþjónustu Veðurstofunnar).

Ramminn fyrir staðaspár, textaspár og veðurathuganir lítur út eins og hér sést. Vefstjórar velja hvaða spásvæði skuli birtast. Sjálfgefið tungumál er íslenska en hægt er að breyta því í ensku. Hægt er að láta rammann opnast í textaspá eða athugunum.

dæmi um i-ramma

Til að setja inn þennan ramma er eftirfarandi kóði settur inn á viðkomandi síðu þar sem ramminn á að birtast:

<script type="text/javascript" src="http://vedur.is/js/iframe.js"></script>
<script type="text/javascript"><!--
VI.ifrm.type = 'wst';
VI.ifrm.area = 2;
VI.ifrm.lang = 'is';
VI.ifrm.displayWeather();
//-->
</script>

Til að birta önnur svæði er önnur tala gefin upp í 'Vi.ifrm.area'. Svæðanúmerin eru eins og hér segir:

101 = Allt Ísland
111 = Höfuðborgarsvæðið
1 = Faxaflói
2 = Breiðafjörður
3 = Vestfirðir
1301 = Ísafjarðardjúp
4 = Strandir og Norðurland vestra
5 = Norðurland eystra
6 = Austurland að Glettingi
7 = Austfirðir
8 = Suðausturland
9 = Suðurland
10 = Miðhálendið

Til að birta rammann á ensku er 'VI.ifrm.lang' breytt á þennan hátt:
VI.ifrm.lang = 'en' ;

Til að birta textaspá eða veðurathuganir fyrst þegar síðan opnast þarf að breyta 'VI.ifrm.type' eins og hér segir:

VI.ifrm.type = 'wst-txt';
VI.ifrm.type = 'wst-obs';


Breiddin á þessum ramma er 600px. Hæðin er mismunandi eftir því hvaða landshluti er valinn.

Um Modernus teljarann

Síður sem birta þessa þjónustu mega EKKI vera í Samræmdri vefmælingu hjá Modernus (teljari.is). Athugið þetta á einungis við um viðkomandi síðu, ekki allan vefinn. Þeir vefir sem eru í Samræmdri vefmælingu geta birt þennan ramma ef þeir einungis taka Modernus-teljara-kóðann út af þeim síðum sem birta þennan ramma.

Samkvæmt Modernus er í lagi að bæði iframe-síðan og aðalsíðan (sú sem hýsir iframe-síðuna) séu með Modernus-teljara-kóða, svo fremi að báðar síðurnar séu EKKI í Samræmdri vefmælingu. Fletting á sérhverja vefsíðu í Samræmdri vefmælingu skal, samkvæmt kröfu Modernus, einungis mælast einu sinni. Vedur.is og þar með þessir rammar eru í Samræmdri vefmælingu. Það þykir eðlilegt að þessir stóru iframe-rammar hljóti talningu á viðkomandi flettingu vegna þess að þetta er megin-efni viðkomandi síðu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica