Rit Veðurstofu Íslands 1996-2005
Listi útgefinna greinargerða 2000
Listi útgefinna greinargerða 1999
Leiðbeiningar fyrir veðurathugunarmenn og fleiri smárit
Um kl. 14:30 í gær hófst nokkuð áköf jarðskjálftahrina nærri Reykjanestá. Mestur ákafi var í hrinunni í upphafi þegar um 50 – 60 jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt.
Lesa meiraAflögunarmælingar sýna að landris heldur áfram á svipuðum hraða og síðustu vikur. Kvika heldur því áfram að safnast fyrir undir Svartsengi og hefur rúmmál hennar aldrei verið meira eftir að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023.
Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember.
Lesa meiraFebrúar var óvenjulega hlýr, úrkomusamur og snjóléttur. Suðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Töluvert var um illviðri, sérstaklega í byrjun mánaðar. Verst var veðrið dagana 5. og 6. febrúar þegar mikið sunnan hvassviðri gekk yfir landið. Veðrið bættist í hóp verstu óveðra síðustu ára. Samgöngur lágu niðri og veðrið olli töluverðu tjóni víða um land.
Lesa meiraMikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.
Lesa meira