Veðurstofa Íslands 90 ára

svart hvít ljósmynd
© Veðurstofa Íslands
Jón Eyþórsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, 1926-1965. Myndin er tekin árið 1916 og stendur neðan við hana: Jón Eyþórsson, verðandi veðurfræðingur, 1916. Myndin er til innrömmuð á Veðurstofu.

Nýjar fréttir

Uppfært hættumat

Uppfært 19. febrúar kl. 17:00

Veðurstofa Íslands hefur gefið út uppfært hættumatskort í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri hefur fallið frá tilmælum um brottflutning úr Grindavík frá og með 19. febrúar og vegna ákvörðunar lögreglustjórans um breyttar heimildir íbúa og fyrirtækja hvað varðar aðgengi að bænum.

Lesa meira

Janúarmánuður sá hlýjasti í sögu jarðar en í kaldara lagi á Íslandi

Samkvæmt yfirliti loftslagsþjónustu Evrópu, Copernicus, var janúar 2024 hlýjasti janúarmánuður frá upphafi mælinga þar sem meðalhiti mældist 13,14°C, eða 0,7°C yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 (mynd 1). Janúar 2024 var 1,66°C hlýrri en meðalhiti janúarmánaða á tímabilinu 1850-1900, tímabilsins fyrir iðnbyltingu.

Nýliðinn janúar er áttundi mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið ef bornir eru saman sömu mánuðir annarra ára. Hnattrænn meðalhiti síðustu tólf mánaða (febrúar 2023-janúar 2024) mældist hærri en nokkurn tíma eða 1,52°C yfir meðaltali tímabilsins fyrir iðnbyltingu (1850-1900).

Meðalhitastig yfirborðs sjávar (mynd 2) fyrir janúar á hafsvæði utan heimskautsvæðanna (yfir 60°S–60°N) náði 20,97°C, sem er met fyrir janúar, eða  0,26°C hlýrra en fyrra met janúarmánaðar, árið 2016, og næsthæsta gildi fyrir hvaða mánuð sem er í ERA5 gagnasettinu, aðeins 0,01°C frá metinu frá ágúst 2023 (20,98°C).

Lesa meira

Skýringum varpað fram um tilurð kvikugangsins við Grindavík í tímaritinu Science

Eldgos hófst á ný á Reykjanesi í morgun en vísindamenn hafa unnið að mjög nákvæmum jarðskorpumælingum í þessari hrinu eldsumbrota sem hófst með gosi í Fagradalsfjalli þann 24. mars árið 2021. Ítrekað hefur verið fjallað um svokallaðan kvikugang í fréttum sem tengjast umbrotunum við Grindavík. Gangurinn myndaðist mjög snögglega í nóvember í fyrra og hafði veruleg áhrif á atburðarásina á Reykjanesi. Skýringar vísindamanna á tilurð kvikugangsins, og ofurstreymi kviku inn í hann, er meginuppistaðan í nýrri vísindagrein sem hið virta tímarit Science birtir í dag. Birting greinar eftir vísindamenn sem starfa á Íslandi er ekki hversdagsviðburður í þessu heimsþekkta tímariti en alþjóðlegur hópur vísindamanna stendur að greininni undir forystu Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2024

Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Umhleypingasamt veður einkenndi síðasta hluta mánaðarins. Samgöngur riðluðust talsvert vegna hríðarveðurs og einhvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga.
Lesa meira

Jarðskjálftahrina um síðustu helgi á milli Húsfells og Bláfjalla

Um 20 skjálftar mældust síðustu helgi á milli Húsfells og Bláfjalla. Jarðskjálftahrinan var á þekktu misgengi sem heitir Hvalhnúksmisgengið, en á þessu svæði eru dæmi um svokallaða sniðgengisskjálfta sem eru þekktir á Suðurlandi og Reykjanesskaga. Slíkir skjálftar verða vegna landreksspennu sem hleðst upp þegar N-Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn hreyfast framhjá hver öðrum. Þessi spenna losnar reglulega í stærri skjálftum sem talið er að ríði yfir skagann á um 50 ára fresti. Má því segja að kominn sé tími á annan Brennisteinsfjallaskjálfta, óháð öðrum jarðhræringum.

Ef kvika væri að safnast þarna saman ætti að sjást merki um landris í gögnum Veðurstofunnar líkt og við höfum séð við Svartsengi og Fagradalsfjall.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica