Veðurstofa Íslands 90 ára

mælar á grónu landi
© Elvar Ástráðsson
Írafoss í Grímsnesi. Veðurfarsstöð nr 956 frá 1972; mengunarmælistöð frá 1980. Fyrir miðju er úrkomumælir með vindhlíf en hitamælaskýli í forgrunni. Aftara skýlið hýsir loftdælur fyrir mengunarmælingar. Úrkomusafnari lengst til hægri og er úrkoman úr honum efnagreind.

Nýjar fréttir

Hvítá flæðir yfir bakka sína vegna ísstíflu

Frá 30. desember hefur ísstífla verið að byggjast upp í Hvítá í Árnessýslu. Ísstíflan er nærri Brúnastöðum og Flóaáveituskurðinum. Vegna ísstíflunnar hækkar vatnsborð í ánni á svæðinu og síðdegis í gær 2. janúar byrjaði að flæða vatn upp úr árfarveginum. Vatnið flæðir yfir inntak Flóaáveituskurðarins og fram hjá því báðum megin. Lögreglan á Suðurlandi var á svæðinu fyrir hádegi í dag og kannaði aðstæður. Hluti vatnsins rennur yfir Brúnastaðaflatir en hluti þess rennur ofan í Flóaáveituskurðinn.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2024

Desember var tiltölulega kaldur um allt land. Úrkoma var um eða yfir meðallag á sunnan- og vestanverðu landinu, en það var þurrara á Norður- og Austurlandi. Það var hvasst og umhleypingasamt veður yfir jólahátíðina og töluvert var um samgöngutruflanir.

Lesa meira

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram

Aflögunargögn fram til 30. desember 2024 sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Líkur eru taldar aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýna að þetta magn er á bilinu 12-15 milljónir rúmmetra. Miðað við hraða kvikuinnflæðis undir Svartsengi í dag má því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar.

Lesa meira

Áramót með vetrarbrag - kalt og víða lítill vindur

Veður um áramótin 2024-2025 verður kalt og yfirleitt rólegt. Snemma á gamlársdag verður norðaustanátt sunnanlands með snjókomu og skafrenningi, en léttir til og lægir þegar líður á daginn. Á gamlárskvöld verður hægur vindur og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él norðaustanlands. Þar sem vindur verður hægur geta loftgæði orðið slæm, sérstaklega á þéttbýlum svæðum. Á nýársdag verður bjart að mestu með stöku éljum norðaustantil. Frost verður 5 til 18 stig, kaldast inn til landsins.

Lesa meira

Leiðindaveður yfir jólahátíðina - hvassviðri og dimm él

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út, en viðvaranastig gæti hækkað. Fólk er beðið um að fylgist vel með veðurspá og færð næstu daga.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica