Sérfræðingur í greiningum og uppgjörum á fjármálasviði
Veðurstofa Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á fjármálasviði
Veðurstofa Íslands leitar að kraftmiklum sérfræðingi á fjármálasvið með reynslu af skýrslugerð í PowerBI, gagnagreiningu og með þekkingu á bókhaldi og fjármálum. Sérfræðingur í greiningum og uppgjörum ber m.a. ábyrgð á mælaborðum Veðurstofu Íslands er tengjast rekstri og fjármálum, uppgjörum á verkefnum Veðurstofunnar, hefur umsjón með heildarrekstrar- og verkefnaáætlun og útbýr ársfjórðungsstöðumat verkefna ásamt ýmsum kostnaðargreiningum og öðrum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hönnun, þróun og ábyrgð á mælaborðum og skýrslum í PowerBI
Fjárhagslegt uppgjör og daglegt utanumhald fjármála í rannsóknaverkefnum
Kostnaðargreiningar og eftirlit með gögnum
Þátttaka í bókhalds- og uppgjörsvinnu
Ýmis önnur störf innan fjármála- og rekstrarsviðs
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, viðbótarmenntun er kostur
Reynsla af skýrslugerð og mælaborðasmíði í PowerBi
Góð hæfni í greiningu og framsetningu gagna, s.s. áætlanagerð og kostnaðargreiningum
Þekking og reynsla af uppgjörum, verk-, og bókhaldi er kostur
Gott vald á upplýsingakerfum og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Nákvæmni í vinnubrögðum, tölugleggni, útsjónarsemi og sjálfstæð vinnubrögð
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.
Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2025
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir
Kristín Björg Árnadóttir, kristinar@vedur.is
Sími: 5226000
Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is
Sími: 5226000