Laus störf

Nýjar fréttir

Líkur á nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fara vaxandi

Uppfært 31. janúar kl. 14:55

Slæmt veður var á öllum Reykjanesskaganum í gær. Miðað við veðurspár mun veðrið næstu daga hafa áhrif á vöktun jarðhræringa og viðbragðstíma ef kvikuhlaup eða eldgos verður. Sterkur vindur, slydda og snjókoma geta truflað jarðskjálftamælingar og dregið úr nákvæmni GPS-mælinga á landrisi.

Lesa meira

Viðvaranir vegna hvassviðris og úrkomu næstu daga

Hvöss suðaustanátt verður fram til kvölds með hríðarveðri víða um land. Á láglendi suðvestantil má búast við slyddu eða rigningu. Það hlýnar í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 stig síðdegis. Undir kvöld snýst í mun hægari vestanátt með stöku éljum vestantil, og kólnar tímabundið.

Á morgun, föstudag, má búast við suðaustanstormi eða jafnvel roki, auk hláku um allt land. Seinnipartinn eykst vindhraðinn í 18-25 m/s með talsverðri rigningu. Hvassast verður norðvestantil, en úrhellisrigning á Suðausturlandi. Austantil verður veðrið rólegra og þurrt fram til kvölds. Hiti verður á bilinu 5-10 stig annað kvöld.

Lesa meira

Alþjóðaár jökla hafið

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfandahveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars) einnig verða tileinkaður jöklum. Lesa meira

Tíðarfar ársins 2024

Árið 2024 var óvenjukalt ef miðað er við hitafar þessarar aldar. Á landsvísu var hitinn 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, og sá lægsti síðan 1998. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðurlandi, en hlýrra við suðurströndina. Sumarið var blautt á landinu öllu, en aðrir mánuðir ársins voru tiltölulega þurrir. Árið í heild var þurrara en í meðallagi á austan-, sunnan- og suðvestanverðu landinu, en blautara en í meðallagi á Norður- og Vesturlandi, þar sem vætutíð sumarsins var einna mest. Loftþrýstingur var óvenjulega lágur frá júní og út ágúst og einkenndist sumarið af lægðagangi og óhagstæðri tíð. Á öðrum árstímum var tiltölulega hægviðrasamt og loftþrýstingur og vindhraði voru í kringum meðallag þegar litið er á árið í heild.

Lesa meira

Grímsvatnahlaupi lokið

Uppfært 20. janúar kl. 14:50

Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um það bil 10 dögum, lokið. Skjálftavirkni í Grímsvötnum jókst ekki á meðan hlaupinu stóð en nokkrir skjálftar undir M2 mældust í síðustu viku. Þrýstiléttir vegna jökulhlaupsins hafði ekki í för með sér aukna virkni  í Grímsvötnum  meðan á hlaupinu stóð. Þess vegna  hefur fluglitakóði fyrir Grímsvötn verið lækkaður aftur í grænan, eftir að hafa tímabundið verið hækkaður í gulan þegar hlaupið náði hámarki. Þótt jökulhlaupinu sé lokið heldur Veðurstofa Íslands áfram að fylgjast náið með virkni á svæðinu.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica