Framtíðarsýn

Framtíðarsýn

Veðurstofa Íslands verði í fararbroddi:

  • Á fagsviðum sínum og viðhaldi trausti samfélagsins til stofnunarinnar.
  • Í víðtækri vöktun á náttúruvá, gerð hættumats og viðbragðsáætlana, í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.
  • Í rannsóknum á náttúru landsins, í samvinnu við innlenda og erlenda aðila.
  • Í spám sem byggðar séu á bestu fáanlegu upplýsingum, þekkingu og rannsóknum.

Veðurstofan verði eftirsóttur vinnustaður með því að:

  • Framfylgja framsækinni mannauðsstefnu sem tryggi samkeppnishæfni stofnunarinnar.
  • Framfylgja markvissri jafnréttisáætlun.
  • Skapa skilyrði fyrir metnaðarfulla starfsmenn.

Veðurstofan verði framúrskarandi samstarfsaðili með því að:

  • Vinna náið og af trúnaði með háskólum og rannsóknastofnunum.
  • Vinna af fagmennsku með hagsmunaaðilum.
  • Vera virk á alþjóðavettvangi.
  • Miðla gögnum sínum og þekkingu til samfélagsins.
Þjónandi forysta
Framkvæmdaráð Veðurstofu Íslands.
Framkvæmdaráð Veðurstofu Íslands í mars 2012. Efri röð: Theodór Freyr Hervarsson, Barði Þorkelsson, Jórunn Harðardóttir, Árni Snorrason, Kristín S. Vogfjörð og Ingvar Kristinsson. Neðri röð: Hafdís Þóra Karlsdóttir, Borgar Ævar Axelsson, Sigrún Karlsdóttir og Óðinn Þórarinsson. Ljósmynd: Snorri Zóphóníasson.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica