Nýjar fréttir

Eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell er lokið

Uppfært 6. september kl. 16:00

Í ljósi þess að eldgosið sem hófst 22. ágúst er lokið, hefur hættumat verið uppfært. Helstu breytingar eru að svæði 3, þar sem upptök eldgossins voru, hefur verið fært niður í mikil hætta (rautt), sem er vegna þess að hætta á gosopnun, gasmengun og gjósku er talin minni. Einnig hefur hætta á svæði 6 farið niður í töluverð (appelsínugul) vegna þess að hætta á gasmengun er talin minni. Hætta er metin „lítil“ eða „mjög lítil“ á svæði 1 (Svartsengi).

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2024

Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loftþrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuðinum. Mikil vatnsveður ollu vandræðum í flestum landshlutum í mánuðinum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám.

Lesa meira

Árlegar mælingar voru gerðar í Öskju í ágúst

Árleg vettvangsferð var farin að Öskju í ágúst síðastliðinn, ferðin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Gautaborg. Vettvangsferðin fól í sér landmælingar (nívó- og GNSS-mælingar), pH- og hitamælingar í Víti, auk margþættra gasmælinga (CO2, H2S og SO2) á gufuhverasvæðinu í Vítisgíg.

Niðurstöðurnar styðja það sem sést á samfelldum GPS-mælum og á nýlegum InSAR-myndum, að landris heldur áfram í Öskju, en á hægari hraða síðan í september 2023. Hins vegar eru engin merki um að kvika sé að færast grynnra í jarðskorpuna.

Lesa meira

Skaftárhlaupi að ljúka

Uppfært 30. ágúst kl. 13:15

Síðustu tvo daga hefur rennsli í Skaftá farið lækkandi og mælist um 100 m3/s við Sveinstind. Vatnsmagn í ánni er því að verða svipað og það var áður en hlaup hófst þann 20. ágúst og atburðinum því að ljúka. 
Lesa meira

IPCC kallar eftir höfundum fyrir Sérskýrslu um loftslagsbreytingar og borgir

Skýrslur IPCC eru mikilvægur vísindalegur grundvöllur fyrir stefnumótun í loftslagsmálum á alþjóðlegum vettvangi, en nefndin sjálf framkvæmir ekki eigin rannsóknir heldur metur og dregur saman núverandi vísindalega þekkingu. 

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica