Laus störf

Náttúruvársérfræðingur

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðinga í vöktun náttúruvár, tímabundið til eins árs. Náttúruvársérfræðingar eru hluti af öflugu teymi vísindafólks og sérfræðinga Veðurstofunnar sem gegna lykilhlutverki við vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Vinnuumhverfið er krefjandi en náttúruvársérfræðingar njóta stuðnings færustu sérfræðinga landsins á sviði náttúruvár sem hafa aðgang að víðfeðmum og háþróuðum vöktunarkerfum sem sýna ástand náttúrunnar í rauntíma. Um er að ræða fjölbreytt vaktavinnustarf og eru vaktir unnar á öllum tímum sólarhringsins allt árið um kring.


Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Rauntímavöktun á eldfjöllum og jarðskjálftavirkni á Íslandi.

  • Vöktun á vatnsföllum og jöklum m.t.t. jökulhlaupahættu.

  • Fylgjast með veðurspá m.t.t. til hættu á rigningar- eða leysingaflóðum í ám.

  • Reglulegar veðurathuganir og almenn vöktun á veðri.

  • Fylgjast með ástandi mælanets sem snýr að náttúruvárvöktun.

  • Gagnagreining og frágangur gagna.

  • Útgáfa tilkynninga og skýrslna um náttúruvá.

  • Miðlun upplýsinga til almennings, fjölmiðla og hagsmunaaðila, þ.m.t. fjölmiðlaviðtöl og útvarpslestur

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf á sviði náttúru- og/eða raunvísinda, eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun kostur.

  • Greiningarhæfni gagna og gott vald á úrvinnslu þeirra.

  • Góð tölvufærni.

  • Góð hæfni í samstarfi og mannlegum samskiptum.

  • Hæfni til að miðla upplýsingum.

  • Skipulagshæfni og nákvæmni.

  • Geta til að vinna undir álagi.

  • Hæfni til að taka skjótar ákvarðanir og sýna frumkvæði.

  • Gott vald á töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 05.02.2025

Sækja um starf

Nánari upplýsingar veitir

Helga Ívarsdóttir, helga@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000


Nýjar fréttir

Aukin hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 21. febrúar kl. 11:50

Uppfærðir líkanreikningar sýna að magn kviku sem hefur safnast fyrir undir Svartsengi er nú jafn mikið og það var fyrir gosið sem hófst 20. nóvember í fyrra.

Miðað við fyrri atburði á Sundhnúksgígaröðinni má því ætla að vaxandi líkur séu á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna.

Lesa meira

Ný rannsókn sýnir að rýrnun jökla á jörðinni herðir á sér

Samkvæmt rannsókn,sem birt er í dag í vísindaritinu Nature, hafa jöklar jarðar, að frátöldum stóru ísbreiðunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að meðaltali rýrnað um 273 milljarða tonna af ís árlega frá síðustu aldamótum. Rýrnunin samsvarar 273 rúmkílómetrum vatns. Lesa meira

Óveðrið 5.- 6. febrúar eitt öflugasta sunnan illviðrið síðustu ár

Mikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.

Lesa meira

Óveðrið gengur niður – enn viðvaranir á austanverðu landinu

Uppfært 6. febrúar kl. 16:45

Lægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.

Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds.  Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir  50 m/s.  Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2025

Janúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma.  Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica