Nýjar fréttir

Veðurstofan tekur í notkun nýtt spálíkan

Þann 19. mars náðist stór áfangi í Veðursetur vestur (UWC-W samstarfinu). Formlegur rekstur á ofurtölvunni er hafinn og veðurstofurnar fjórar á Íslandi, Írlandi og í Danmörku og Hollandi taka í rekstur sameiginlega veðurlíkanareikninga. Formlegur rekstur þýðir að sameiginlegir veðurspárreikningar og rekstur ofurtölvunnar, sem er hýst í kjallaranum á B7, eru vaktaðir allan sólarhringinnn til að tryggja framsleiðsluna og gagnaflæði.

Lesa meira

Gasmengun frá eldgosinu nokkuð mikil

Uppfært 13. júní 2024 kl. 15:55

Eldgosið sem hófst 29. maí stendur enn og hefur því staðið yfir í 15 daga. Það hefur verið nokkuð stöðugt undanfarna daga og áfram er einn gígur virkur, eins og hefur verið síðan 4. júní. Mjög lítil skjálftavirkni hefur mælst á svæðinu.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira

Nýr forstjóri Veðurstofunnar hefur tekið til starfa

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur tekið til starfa. Hildigunnur hefur starfað sem tæknistjóri (CTO) hjá jarðhitafyrirtækinu Innargi A/S í Kaupmannahöfn frá árinu 2022.  Áður gegndi hún stöðu framkvæmdastýru rannsókna- og nýsköpunar hjá Orkuveitunni í nær áratug. Fyrr á ferlinum starfaði hún í jarðhita bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, lengst af í bandaríska orkumálaráðuneytinu við stýringu rannsóknarfjármagns. Hildigunnur hefur m.a. setið í stjórnum Orku náttúrunnar, Carbfix, og Jarðhitafélags Bandaríkjanna.

Lesa meira

Vetrarafkoma Hofsjökuls 2023-2024

Vetrarafkoma Hofsjökuls var mæld í 37. sinn í fimm daga leiðangri Veðurstofu Íslands 29. apríl –3. maí 2024. Fjórir starfsmenn óku vélsleðum í 20 mælipunkta á jöklinum, boruðu gegnum snjólag vetrarins og mældu eðlisþyngd þess.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica