Nýjar fréttir

Kallað eftir sérfræðingum á fund milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni sérfræðinga á fund þar sem drög verða lögð að útlínum aðferðarfræðiskýrslu um kolefnisföngun, -förgun, nýtingu og geymslu (e. Methodology Report on the Carbon Dioxide Removal Technologies and Carbon Capture Utilization and Storage). Lesa meira

Eldgosið sem hófst 29. maí er lokið

Uppfært 24. júní kl. 14:00

Eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni þann 29. maí er lokið, en engin virkni hefur sést í gígnum frá 22. júní. Gosið stóð yfir í 24 daga og var fimmta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan í desember 2023. Jafnframt er hraunbreiðan sem myndaðist sú stærsta að rúmmáli og flatarmáli.

Lesa meira

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (WMO) í heimsókn á Veðurstofu Íslands

Prófessor Celeste Saulo, nýkjörinn aðalritari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kom í heimsókn á Veðurstofuna þann 18. júní og hitti Hildigunni Thorsteinsson, nýráðinn forstjóra. Hún heimsótti m.a. eftirlitssal Veðurstofunnar þar sem Helga Ívarsdóttir, deildarstjóri Veðurspár og náttúruvöktunar, Óli Þór Árnason veðurfræðingur og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur sögðu henni frá hinu veigamikla og yfirgripsmikla hlutverki sem vaktin sinnir allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Lesa meira

Veðurstofan tekur í notkun nýtt spálíkan

Þann 19. mars náðist stór áfangi í Veðursetur vestur (UWC-W samstarfinu). Formlegur rekstur á ofurtölvunni er hafinn og veðurstofurnar fjórar á Íslandi, Írlandi og í Danmörku og Hollandi taka í rekstur sameiginlega veðurlíkanareikninga. Formlegur rekstur þýðir að sameiginlegir veðurspárreikningar og rekstur ofurtölvunnar, sem er hýst í kjallaranum á B7, eru vaktaðir allan sólarhringinnn til að tryggja framsleiðsluna og gagnaflæði.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica