Nýjar fréttir

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Jökulhlaup í Skálm í rénun

Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Rafleiðni og vatnshæð í ánni fór hækkandi frá því á laugardaginn 7. september þar til í gær þegar mælingar byrjuðu að lækka aftur. Hækkuð rafleiðni er merki um jarðhitavatn í ánni. Jarðhitavatnið kemur undan Mýrdalsjökli. Síðan síðdegis í gær hefur rafleiðnin nálgast aftur eðlileg gildi og er þetta hlaup því í rénun.

Lesa meira

Kvikusöfnun hafin að nýju undir Svartsengi

Uppfært 10. september

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu mælist svipaður og í fyrri atburðum. Á meðan að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi má búast við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Á þessari stundu er of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær næsti atburður gæti orðið. Þó svo að eldgosinu sé lokið er enn virkni í hraunjaðrinum. Búast má við að hann haldi áfram að skríða fram næstu daga og hætta er á hruni úr honum. Gosstöðvarnar eru því hættulegar yfirferðar. Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og er óbreytt. Hættumatið gildir fram að 17. september, að öllu óbreyttu.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2024

Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loftþrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuðinum. Mikil vatnsveður ollu vandræðum í flestum landshlutum í mánuðinum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám.

Lesa meira

Árlegar mælingar voru gerðar í Öskju í ágúst

Árleg vettvangsferð var farin að Öskju í ágúst síðastliðinn, ferðin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Gautaborg. Vettvangsferðin fól í sér landmælingar (nívó- og GNSS-mælingar), pH- og hitamælingar í Víti, auk margþættra gasmælinga (CO2, H2S og SO2) á gufuhverasvæðinu í Vítisgíg.

Niðurstöðurnar styðja það sem sést á samfelldum GPS-mælum og á nýlegum InSAR-myndum, að landris heldur áfram í Öskju, en á hægari hraða síðan í september 2023. Hins vegar eru engin merki um að kvika sé að færast grynnra í jarðskorpuna.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica