Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í hugbúnaðarþróun sem kemur til starfa á Athugana- og upplýsingatæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki við rekstur og þróun til öflunar gagna fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir auk vöktunar náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 35 starfsmanna við rekstur á innviðum og mælikerfum sem telja hátt í 600 stöðvar vítt og breytt um landið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun Rest APIs fyrir gagnadeilingu
- Vinna með sérfræðingum að þróun á gagnainnlestri, gagnabirtingu og gagnavinnslu
- Þróun og viðhald á innanhúss vefsíðum sem eru notaðar til vöktunar á náttúruvá, birtingu og skráningu gagna
Hæfniskröfur
- Háskólanám á sviði tölvunarfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af forritunarmálunum Python og Typescript
- Þekking á PostgreSQL og APIs
- Þekking á TimescaleDB og Linux er kostur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Gott vald á töluðu og rituðu máli í íslensku og ensku
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gildi Veðurstofu Íslands eru Þekking - Áreiðanleiki - Framsækni - Samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.
Fríðindi í starfi: Möguleiki á fjarvinnu 2 daga í viku - Sveigjanlegur vinnutími - Samgöngu-, net- og símastyrkur - Mötuneyti - Hjólageymsla, gufa, líkamsræktar- og sturtuaðstaða - Öflugt starfsmannafélag
Tæknistakkur:
Framendi: Typescript, NextJS, Tailwind CSS
Bakendi: Python, FastAPI, PostgreSQL, Docker, GitLab CI/CD
Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 80 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla og úrvinnsla gagna, sem og miðlun upplýsinga á helstu eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó, jöklum og hafi. Starfsemin fer fram á tveimur kjarnasviðum: Athugana- og upplýsingatæknisviði og Þjónustu- og rannsóknasviði auk Fjármála- og rekstrarsviði og Skrifstofu forstjóra. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar: www.vedur.is
Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.01.2025
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir
Ingvar Kristinsson, ingvar@vedur.is
Sími: 5226000
Hjalti Geir Garðarsson, HjaltiGa@vedur.is
Sími: 5226000