Viðmið um afgreiðslu erinda

vedur.is 31.5.2022

Veðurstofa Íslands starfar skv. stjórnsýslulögum nr. 137/1993 og ber að afgreiða erindi sem henni berast samkvæmt þeim. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna skulu ákvarðanir í málum teknar svo fljótt sem unnt er. Veðurstofan hefur skilgreint tímamörk fyrir afgreiðslu erinda eftir eðli þeirra.

Afgreiðslutími er að hámarki 21 dagur nema þau erindi sem eru sérstaklega tilgreind í meðfylgjandi töflu. Afgreiðslutími erinda miðast við að öll gögn sem nauðsynleg eru ákvarðanatöku liggi fyrir. Málshraði er gefinn upp í dögum.

Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.

Tafir geta orðið á afgreiðslu erinda og fyrirspurna  á sumarleyfistíma og í náttúruváratburðum.


 Tegund erindis eða fyrirspurna
 Afgreiðslutími
 Afhending veðurgagna
 30 dagar
 Veðurvotturð 42 dagar
 Umsagnir
 
 Umsagnir um aðalskipulag
 42 dagar
 Umsagnir um deiliskipulag
 42 dagar
 Umsagnir um svæðaskipulag 42 dagar
 Aðrar umsagnir 42 dagar
 Bráðabirgðahættumat 42 dagar, lögbundinn frestur
  
 Annað 
 Aðgangur að upplýsingum 7 dagar
 Rökstuðningur vegna synjunar starfs 14 dagar

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica