Fáskrúðsfjörður
Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 9. nóvember 2006
Hættumat vegna ofanflóða á Búðum við Fáskrúðsfjörð var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Austurbyggðar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Vinna við hættumat fyrir Búðir við Fáskrúðsfjörð hófst á Veðurstofunni árið 2005 og vettvangskönnun fór fram þá um haustið. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 14. febrúar 2006 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Engar athugasemdir bárust.
Matsvinna
- Þórður Arason (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur.
- Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur.
- Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur.
- Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur.
Hættumatsnefnd Austurbyggðar
- Gunnar Guðni Tómasson (formaður), aðstoðarframkvæmdastjóri á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
- Steinþór Pálsson, sveitarstjóri Austurbyggðar.
- Elis Benedikt Eiríksson, byggingafulltrúi Austurbyggðar.
- Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
Skýrslur og kort
Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.
Hættumatskort (VÍ 2006) (pdf 1,7 Mb)
Mat á hættu vegna ofanflóða á Búðum við Fáskrúðsfjörð (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Austurbyggðar, 2006) (pdf 0,3 Mb)
Hættumat fyrir Búðir við Fáskrúðsfjörð (VÍ greinargerð 06007, 2006) (pdf 0,5 Mb)
Byggingarár húsa á Búðum við Fáskrúðsfjörð (Náttúrustofa Austurlands NA-050063, 2005) (pdf 0,6 Mb)
Skriðuhætta og ummerki ofanflóða á Fáskrúðsfirði (Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ-04011, 2004) (pdf 0,5 Mb)
Greinargerð um bráðaferð vegna skriðufalla á Austfjörðum í byrjun júlí 2005 (Náttúrufræðistofnun Íslands, 2005) (pdf 0,09 Mb)