Bolungarvík

Bolungarvík

Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 23. september 2003

Tillögur að hættumati vegna ofanflóða í Bolungarvík voru unnar af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Bolungarvíkur. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.

Vinna við hættumat fyrir Bolungarvík hófst árið 1994 samkvæmt reglugerð sem þá var í gildi. Verkinu var síðan frestað 1995 vegna snjóflóðaslysa í Súðavík og á Flateyri. Vinna við núverandi hættumat hófs árið 2000. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 10. desember 2002 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Ein athugasemd barst. Megininntak hennar var að snjómagn á upptakasvæðum væri ofmetið. Því sýndu tvívíðir líkanreikningar of mikla úthlaupslengd. Fjallað var um athugasemdina í hættumatsnefnd og í svari hennar kom m.a. fram að tvívíða líkanið er aðeins leiðbeinandi en ekki ákvarðandi fyrir hættumatið.

Matsvinna

  • Kristján Ágústsson (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur
  • Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur
  • Leah Tracy, verkfræðingur
  • Siegfried Sauermoser, snjóflóðasérfræðingur
  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur
  • Þorsteinn Arnalds, verkfræðingur

Hættumatsnefnd Bolungarvíkur

  • Snjólfur Ólafsson (formaður), prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
  • Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.
  • Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík.
  • Gunnar Guðni Tómasson, yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.


Hættumatskort (VÍ 2003) (pdf 0,5 Mb)


Hættumatskort, Bolungarvík (tillaga eftir byggingu varnarvirkja) (pdf 0,1 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða í Bolungarvík (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Bolungarvíkur, 2002) (pdf 2,3 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða í Bolungarvík. Greinargerð með hættumatskorti (hættumatsnefnd Bolungarvíkur, 2003) (pdf 0,4 Mb)


Hazard zoning for Bolungarvík - Technical report (VÍ greinargerð 02031, 2002) (pdf 4,8 Mb)


Results of the 2D avalanche model SAMOS for Bolungarvík and Neskaupstaður, 2001 (VÍ greinargerð 01011) (pdf 4,8 Mb)


Keyrsluskrár SAMOS líkanreikninga (PowerPoint)


Ofanflóð í Bolungarvík (VÍ greinargerð 02037, 2002) (pdf 0,9 Mb)


Veður í aðdraganda snjóflóðahrina á norðanverðum Vestfjörðum (VÍ greinargerð 02019, 2002) (pdf 0,9 Mb)Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica