Íslensk eldfjöll
Landhelgisgæslan ferjar menn og búnað.
1 2 3

Landmælingastöðin á Kistu í Vatnajökli

Vinnuferð í nóvember 2015

Í norðvestanverðum Vatnajökli er jökulsker eitt, sem nefnt er Kista og skagar út úr Bárðarbungu. Þar var sett upp GPS mælistöð 10. júlí 2015 og veitir stöðin upplýsingar um lóðréttar og láréttar færslur við eldstöðina.

Eftir miðjan nóvember 2015 var farið aftur upp á Kistu til að tryggja eftir fremsta megni rekstur stöðvarinnar á komandi vetri. Settar voru upp sólarrafhlöður til framleiðslu á rafmagni, ásamt rafgeymum, svo stöðin geti gengið allt árið.

Verkið unnu starfsmenn Veðurstofunnar en það hefði ekki verið gerlegt án aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Við eldfjallavöktun eins og á Bárðarbungu, þar sem aðgengi og aðstæður geta verið mjög erfiðar, hafa stofnanirnar unnið saman fyrir tilstilli Almannavarnadeildar RLS. Engin leið hefði verið að ferja allan búnaðinn upp á jökulskerið þannig að öryggi starfsmanna hefði verið tryggt, án aðkomu Landhelgisgæslunnar.

Þetta er einmitt stöðin sem sýnir mestu færsluna út frá eldstöðinni haustið 2015, eins og sagt var frá í frétt. Þetta er lykilmælistöð varðandi túlkun á þenslu undir Bárðarbungu.

Uppsetning sumarið 2015

Vel áttuð
""
Ný GPS mælistöð 10.7.2015 á jökulskerinu Kistu í Vatnajökli. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.
Sóttir að verki loknu
""
Uppsetningu lokið í hrjóstrugri auðn. Þyrlan snýr á ný að sækja starfsmennina. Snjólétt í júlí. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica