Jarðskjálftar - forvarnir

Jarðskjálftar - forvarnir

Jarðskjálftar gera sjaldnast boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð. Upplýsingar um forvarnir og viðbrögð eru fengnar af síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 30.01.2007 með góðfúslegu leyfi.

Huglægur undirbúningur

Útvarp og tilkynningar

  • Hlustið á tilkynningar og fyrirmæli sem gefin eru í útvarpi.

Leggja á minnið

  • KRJÚPA - SKÝLA - HALDA

Hvernig hugað skal að húsnæði

Húsgögn

  • Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða veggi. Hafið hjól sem eru á húsgögnum alltaf í læstri stöðu. Ef engin læsing er á hjólunum, setjið þá ramma utan um hjólin til að koma í veg fyrir að húsgagnið fari af stað í jarðskjálfta. Munið hinsvegar að rammi eða læsing á hjólum kemur ekki í veg fyrir að húsgagnið velti.

Lausir munir og skrautmunir

  • Látið þunga muni ekki vera ofarlega í hillum eða á veggjum nema tryggilega festa. Hægt er að nota kennarartyggjó til að tryggja að léttari munir færist ekki úr stað við jarðskjálfta.

Kynditæki og ofnar

  • Festið kynditæki og ofna. Kynnið ykkur staðsetningu vatnsinntaks og rafmagnstöflu.

Myndir, ljósakrónur

  • Festið myndir og ljósakrónur í lokaðar lykkjur.

Skápahurðir

  • Hafið þungan borðbúnað staðsettan í neðri skápum / skúffum og setjið öryggislæsingar / barnalæsingar á skápahurðir til varnar að innihald þeirra falli út úr þeim.

Svefnstaðir

  • Fyrirbyggið að hlutir geti fallið á svefnstaði.

Loft og gólf

  • Gangið vel frá niðurhengdum loftum og upphækkuðum gólfum.

Rúður

  • Byrgið glugga eða setjið öryggisfilmu á rúður til að koma í veg fyrir skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar. Látið rúm ekki standa undir gluggum ef hætta er á jarðskjálftum.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica