Eldgos - forvarnir

Eldgos - forvarnir

Af síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 30.01.2007 með góðfúslegu leyfi.

Hægt er að vera undirbúinn

Eldgos geta hafist fyrirvaralaust, en gera þó oftast boð á undan sér, t.d. með jarðskjálftum og óróa sem greinast á mælum. Af eldgosum getur stafað hætta af hraunrennsli og öskufalli. Öskufall úr einu gosi getur borist um allt land eftir veðri.

Gjóskan getur verið varasöm vegna eldinga, eiturgufa og eiturefna. Dýrum er þá sérstök hætta búin. Öskuský getur truflað flugsamgöngur. Ef gos er undir jökli þá myndast nýjar jökulsprungur og hætta á að ár hlaupi sem getur valdið slysum á fólki og tjóni á mannvirkjum.

Eldgos

  • Það sem meðal annars fylgir eldgosi eru eldingar í nágrenni eldstöðvarinnar. Kynnið ykkur viðbrögð við eldgosi.

Eldingar

  • Hægt er að útbúa eldingavara til minnka líkur á því að eldingar ferðist inn í hús. Hafa ber þó í huga að eldingavari kemur ekki alveg í veg fyrir það, þar sem eldingum getur slegið niður í næsta nágrenni við húsið og þær ferðast þaðan inn í húsið. Kynnið ykkur leiðbeiningar um viðbrögð við eldingum.

Heimilisáætlun

  • Búið til heimilisáætlun. Með því undirbýr heimilisfólk sig í að bregðast við þegar náttúruhamfarir eða önnur vá hefur áhrif á heimili, vinnustaði, skóla eða aðra dvalarstaði heimilisfólks.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica