Jarðskjálftar í tíma og rúmi

Jarðskjálftarnir í tíma og rúmi

Hrinan undir norðvestanverðum Vatnajökli frá 16. ágúst 2014 með berum augum

Tryggvi Hjörvar 26.8.2014

Hér eru jarðskjálftagögn Veðurstofunnar sett fram í gagnvirku og þrívíðu líkani þar sem hægt er að keyra alla skjálftana í norðvestanverðum Vatnajökli frá 16. ágúst 2014 á nokkrum mínútum. Jarðskjálftalistinn uppfærist á 5 mínútna fresti. Smellið á tengilinn:

Gagnvirkt þrívíddarlíkan jarðskjálftanna í Bárðarbungu - tilraunaútgáfa

Taka ber fram að þetta er tilraunaútgáfa og líkanið enn í þróun. Því miður virkar líkanið misvel eftir vöfrum; vel í Chrome og ágætlega í Firefox en virkar ekki í Internet Explorer 10. Hefur ekki verið kannað til hlítar í Safari og Opera vöfrunum. Fyrir kemur að vélbúnaður og stýrikerfi styður ekki þessa þrívíddarkeyrslu en flestir ættu að finna einhverja leið til að njóta hennar (sjá léttari leið hér undir).

Skýringar

Á hæðina er landslagslíkanið ýkt tífalt en dýpið er ekki ýkt. Dýpi jarðskjálftanna er gefið til kynna með tveimur flötum á 5 km og 10 km dýpi en óvissan er reyndar mikil. Til einföldunar eru jarðskjálftarnir staðsettir með sjávarmál sem viðmiðunarhæð.

Litaðir flekkir á yfirborði landsins tákna 20 síðustu skjálfta. Í kjölfarið kemur grár litur, sem sýnir hvar jarðskjálftavirknin hefur verið. Sjón er sögu ríkari og notendur eru hvattir til þess að prófa gagnvirknina:

  • þysja inn og út (miðmúsarhnappur), draga til og frá (hægri smella), snúa í hring (vinstri smella)
  • stilla hraðann í sumum vöfrum (1x, 2x, 10x í Chrome en ekki Firefox)
  • stilla litaflekkina af eða á (hringtákn)
  • stilla á landslagskort (fjallatákn) eða gervitunglamynd (bjöllutákn)

Tryggvi Hjörvar, starfsmaður Veðurstofu Íslands, gerði þetta líkan.

Léttari leið

Á myndbandsupptöku af þessu gagnvirka líkani má sjá keyrslu á jarðskjálftum 16. ágúst. til 2. sept.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica