Íslensk eldfjöll

Leiðbeiningar fyrir kvikar síður

  • Jarðskjálftar síðustu 48 klukkustundirnar

Jarðskjálftaupplýsingar síðustu 48 klukkustundirnar koma frá sjálfvirkri útvinnslu úr SIL jarðskjálftakerfinu. Þær koma frá óyfirförnum frumniðurstöðum úr sjálfvirkri úrvinnslu. Upplýsingarnar eru uppfærðar á 5 mínútna fresti.

  • Staðsetningar jarðskjálfta

Punktarnir á kortunum sýna upptök jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar. Skjálftarnir eru valdir úr niðurstöðum sjálfvirkrar úrvinnslu úr SIL jarðskjálftakerfinu. Litir punktanna tákna tíma frá skjálftunum samkvæmt litakvarðanum undir kortunum. Nýjustu skjálftarnir eru rauðir en þeir elstu dökkbláir. Skjálftar stærri en 3 eru táknaðir með grænum stjörnum. Á listanum vinstra megin er hægt að velja ákveðin landssvæði. Svartir þríhyrningar á kortunum tákna SIL jarðskjálftamælistöðvar. Á sumum kortum eru svartir hringlaga ferlar sem tákna megineldstöðvar og öskjur ( Páll Einarsson og Kristján Sæmundsson, 1987). Einnig eru sýndar sprungur á sumum kortunum.

  • Tímasetning og stærð skjálfta

Línuritið sýnir stærðir og tíma á þeim skjálftum sem koma fram á skjálftakortunum fyrir ofan línuritið. Liturinn í haus súlnanna er í samræmi við lit punktanna á kortinu.

  • Jarðskjálftatafla

Taflan sýnir sjálfvirkt staðsetta jarðskjálfta úr SIL jarðskjálftakerfinu sem mældust síðustu 48 klukkustundirnar. Fyrstu 2 dálkarnir í töflunni sýna upphafstíma jarðskjálftanna með dagsetningu og tíma. Næstu 2 dálkar sýna staðsetningu jarðskjálftanna í breidd og lengd í hundraðshlutum úr gráðum. Þarnæst koma 2 dálkar sem sýna dýpi í km og staðbundna stærð skjálftanna. Þá kemur dálkur sem sýnir gæði í staðsetningu skjálftanna. Hærri gæði auka líkur á betri staðsetningu. Síðustu dálkarnir sýna staðsetningu skjálftanna frá gefnu kennileiti.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica