Íslensk eldfjöll
hvít jökulbunga með sigkötlum
Skaftárkatlar eystri, Grímsvötn og Öræfajökull: upptökustaðir jökulhlaupa.

Jökulhlaup

Jökulhlaup er skyndileg útrás vatns úr jökli eða sporðlóni (lón við jökuljaðar) og getur varað allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkrar vikur. Upptök jökulhlaupa geta verið inni í, undir eða við jökulinn. Eldgos undir jökli geta samt sem áður valdið jökulhlaupum án þess að verulegt magn af vatni hafi safnast fyrir.

Í nýlegri grein eftir Matthew Roberts, Jökulhlaups: A reassessment of floodwater flow through glaciers (Rev. Geophys., 43, RG1002), eru tilgreindar sjö gerðir jökulhlaupa.

Óregluleg tíðni og umfang sumra jökulhlaupa hafa valdið banaslysum og víðtækum skemmdum á mannvirkjum viðkomandi svæða.

Fyrir utan Ísland eru jökulhlaup algeng í Ölpunum, Ameríku, Asíu, á Nýja Sjálandi og í Noregi.

Hugtakið jökulhlaup er þekkt á heimsvísu meðal jarðvísindamanna og endurspeglar það mikilvægi þeirra kenninga sem hafa þróast með rannsóknum á jökulhlaupum úr Vatnajökli.

Á Íslandi hafa forsöguleg jökulhlaup mótað náttúruleg kennileiti, eins og Ásbyrgi, ásamt því að bera gríðarlegt magn sets til láglendissvæða.

Jökulhlaup í Súlu.
Súla, jökulhlaup
Mynd 2. Lítið jökulhlaup í Súlu 18. júlí 2003. Leki úr Grænalóni olli flóðinu. Rann vatnið um 13 km undir vesturhluta Skeiðarárjökuls. Ljósmynd: Matthew J. Roberts.

Síðasta stóra jökulhlaup á Íslandi, sem olli skemmdum, var Skeiðarárhlaupið í nóvember 1996 en það bar með sér stóra ísjaka sem skemmdu brýr og rafmagnslínur á Skeiðarársandi.

Vesturbrún Skeiðarárjökuls.
Skeiðarárjökull og Grænalón
Mynd 3. Séð yfir vesturbrún Skeiðarárjökuls og hluta Grænalóns 30. ágúst 2006. Ljósmynd: Matthew J. Roberts.

Grímsvötn og Grænalón eru tvö algengustu og best þekktu upptök jökulhlaupa á Íslandi. Yfir 45 misstór jökulhlaup hafa átt upptök sín frá hvorum staðnum fyrir sig á sögulegum tíma.

Hlaup frá Mýrdalsjökli vegna eldgoss í Kötlu er ein helsta náttúruváin vegna jökulhlaupa á Íslandi í dag.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica