Íslensk eldfjöll
Gufubólstrar úr Kverkfjöllum (nær) og úr Holuhrauni fjær (stækka).

Gufubólstrar úr Holuhrauni

Undanfarnar vikur hafa gufubólstrar sést stíga frá Holuhrauni en eldgosinu lauk 27. febrúar síðastliðinn og engin merki eru um að nýtt gos sé hafið.

Vatnsflaumur á Flæðunum eykst aftur á móti um þessar mundir. Vatnið kemst í snertingu við norðausturjaðar Holuhrauns og veldur þessari bólstramyndun. Gufubólstrar sjást einnig á gígasvæðinu en þar streymir að leysingavatn undan vestanverðum Dyngjujökli. Líklegt er að gufubólstrar sem þessir muni sjást áfram.

Meðfylgjandi myndir eru teknar úr Kverkfjöllum þann 9. júní 2015 í vorferð Jöklarannsóknarfélagsins.

Yfirsýn
""
Gufubólstrar stíga upp úr Holuhrauni í fjarska, norðausturjaðri þess. Af gígasvæði Holuhrauns rísa einnig vatnsgufur (til vinstri, rétt utan við myndina). Allra fremst sjást gufur úr jarðhitasvæði Kverkfjalla en þaðan er myndin tekin. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.
Kvöldmistur
""
Fjær og fyrir miðri mynd sjást gufubólstrar stíga úr Holuhrauni (en í forgrunni er gufa úr Kverkfjöllum). Tröllin elda? Dyngjufjöll eru í baksýn. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.
Villibirta í ljósaskiptunum
""
Gufubólstrar úr Holuhrauni. Herðubreið og Vaðalda í baksýn. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica