Íslensk eldfjöll
GPS stöð á Urðarhálsi.

Um GPS mælingar vegna umbrotanna 2014

stutt samantekt í tilefni af 100 dögum goss

Umbrotin við norðvestanverðan Vatnajökul hófust með jarðskjálftahrinu 16. ágúst 2014.

Miklar jarðskorpuhreyfingar mældust á meðan berggangurinn var að myndast og þær sýndu vel framrás hans og samtímis landsig inn að miðju Bárðarbungu.

Líkön sem byggja á GPS og bylgjuvíxlmælingum (InSAR) úr gervitunglum benda til þess að rúmmál þeirrar kviku sem er í ganginum sé um 0,5 rúmkílómetrar og að við upphaf gossins hafi hann verið fullmótaður.

Gliðnun yfir ganginn á 25 km kafla milli Urðarháls og Kverkfjalla mældist mest 1,3 m. En InSAR bylgjuvíxlmælingar benda til þess að gliðnunin næst ganginum sé mun meiri.

Frá því gos hófst, og þar til þetta er skrifað, hefur landsig verið stöðugt í átt að Bárðarbungu en þó hægt minnkandi.

Jarðskorpuheyfingar í tengslum við umbrotin í Bárðabungu, síðan um miðjan ágúst, eru þær mestu sem mælst hafa á Íslandi síðan í Kröflueldum 1975-1984.

Benedikt G. Ófeigsson



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica