Íslensk eldfjöll

Hraunflæðilíkön eldgosa í Holuhrauni

Sviðsmyndir af eldgosum

Gosin í Holuhrauni sem hófust 31. ágúst 2014

Hér er innfellt myndskeið af hraunflæðilíkani á viðmiðunarkeyrslu frá 5. september.
Hraunflæðilíkan: Holuhraun til 5. september 2014.

Fleiri líkankeyrslur af hraunflæðinu

Nauðsynlegt að nota tengla til að fá stækkaða mynd.

Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 6. september.

Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 5. september.

Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 3. september. Ferlið miðað við 3. september, myndskeið.

Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 1. september:


Örgosið 29. ágúst 2014

Þrjár mismunandi líkankeyrslur af hraunflæði voru bornar saman við ratsjármynd sem tekin var í TF-SIF föstudaginn 29. ágúst 2014. Litirnir svartur, brúnn, rauðbrúnn, appelsínugulur og gulur eru notaðir til að sýna aukin líkindi á hraunflæðiþekju. Gulir hringir tákna gosop, gul lína táknar gossprungu.

a) Fyrsta keyrslan er miðuð við stórt gos á 1 km langri sprungu, magn um 0,1 km³.

b) Önnur keyrslan er minna gos, magn um 0,01 km³, einnig á sprungu.

c) Þriðja myndin er keyrsla þar sem reynt er að líkja eftir gosinu sem varð aðfaranótt föstudags og er keyrð á fimm aðskilin gosop í röð. Örgosið reyndist aðeins verða 0,0002 km³ að rúmmáli.

d) Fjórða myndin sýnir ratsjármynd sem tekin var í TF-SIF á föstudag (gögn frá Landhelgisgæslunni og Jarðvísindastofnun Háskólans).


Sérfræðingar: Simone Tarquini og Mattia de' Michieli Vitturi, INGV (Pisa), og Sara Barsotti og Esther Hlíðar Jensen, Veðurstofu Íslands. Myndirnar þarf að skoða stærri, sjá líkankeyrslur af hraunflæði (pdf 0,6 Mb).



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica