Íslensk eldfjöll

Eftirlitsflug Landhelgisgæslunnar

Fylgst með eldgosinu í Eyjafjallajökli

Landhelgisgæslan vaktar eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi með reglubundnu flugi yfir Eyjafjallajökul.

Myndir teknar 22. maí 2010 um kl. 16

Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, tók þessar myndir.

gosmökkur yfir Eyjafjallajökli

gosmökkur yfir skýjabreiðu

yfir Eyjafjallajökli

Myndir teknar 19. maí 2010 um kl. 16

Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, tók þessar myndir.

öskumökkur og ský

gosmökkur og ský

Myndir teknar 4. maí 2010 um kl. 16

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, tók þessar myndir í flugi með TF Sif.

Eldgos, Eyjafjallajökull

Eldgos, Eyjafjallajökull

Myndir teknar 16. apríl 2010 um kl. 17

Halldór Björnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, tók þessar myndir.

Um eftirmiðdaginn þann 16. apríl 2010 flaug Landhelgisgæslan frá Reykjavík að gosstöðvunum í Eyjafjallajökli. Komið var að gosstöðvunum skömmu fyrir kl. 16. Stóran gosstrók mátti sjá og náði hann tímabundið 30.000 feta hæð. Nokkrir strókar mynduðust meðan flogið var nærri gosstöðvunum. Strókana lagði til aust-norð-austurs (ANA) og voru þeir gjarnan mjög dökkir neðst, yfir gosstöðvunum, en ljósari efst þegar þá rak til ANA.

flug 16. apríl 2010

Myndin að ofan sýnir gosstrókinn um hálftíma eftir að komið var á gosstöðvarnar. Dökkan öskustrók má vinstra megin á myndinni en til hægri er strókurinn ljósari.

flug 16. apríl 2010

Myndin að ofan sýnir öskustrókinn í nánari smáatriðum.

flug 16. apríl 2010

Fjær gosstróknum var þunnt öskuský í 25-27 þúsund feta hæð (8-9 km hæð), sem má sjá sem dökkan fleyg á myndinni fyrir ofan.

Landmótunin er ekki síður áhugaverð. Eftirfarandi myndir sýna ummerki um mikið vatnsrof.

Er flogið var meðfram vesturhlíðum Eyjafjallajökuls sást Gígjökull, þaðan sem nokkur flóð hafa komið niður á Markarfljótsaurana.

flug 16. apríl 2010

Fremst, á myndinni að ofan, má sjá svæðið fyrir framan jökulinn þar sem áður var lón. Það hefur nú fyllst af aur. Ofar er jökullinn mjög skítugur. Neðarlega fellur hann vinstra megin við mikið bjarg sem er klofið í miðju.

flug 16. apríl 2010

Hér að ofan sést skarðið en þaðan hefur fossað vatn í hlaupunum er komið hafa frá jöklinum.

flug 16. apríl 2010

Að kvöldi 15. apríl kom hlaup úr jöklinum sem bar jakahröngl yfir Markarfljótsaurana eins og myndin að ofan sýnir.

Myndir teknar 15. apríl 2010 um kl. 19

Matthew J. Roberts, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, tók þessar myndir.

Aurflóð við Gígjökul

Flóðið á Markarfljótsaurum

Myndir teknar 15. apríl 2010 um hádegisbilið

Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, tók þessar myndir.

gosmökkur upp úr skýjum

sandar, varnargarður, vatnsflæmi öðrum megin

fljót flæmist yfir sanda

áraurar

Mynd tekin 31. mars 2010 kl. 11:35 - Fimmvörðuháls

Matthew J. Roberts, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, tók þessa mynd.

hraun, snjór, gufustrókar

Myndir teknar fyrir hádegi 26. mars 2010

Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, tók myndirnar tvær hér að neðan í flugi með Landhelgisgæslunni um kl. 10:00 hinn 26. mars

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Myndir 24.03.2010 kl. 13:30-15.30

Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, fór í eftirlitsflug 24. mars og tók þá myndirnar hér fyrir neðan.

Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi

Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi

Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica