Oddsskarð

Oddsskarð

Vinna við hættumat fyrir skíðasvæðið í Oddsskarði er nú lokið. Hættumatsskýrslan hefur verið kynnt sveitarstjórn og hefur einnig verið lögð fram til kynningar fyrir almenning á skrifstofum sveitarfélagsins og víðar. Engar athugasemdir bárust.  Nálgast má skýrsluna og tilheyrandi kort í gegnum hlekkina sem eru neðst á þessari síðu.

Úrdráttur úr hættumatsskýrslunni:
Niðurstaða hættumatsins er að efri hluti barnalyftu í Sólskinsbrekku er á C-svæði og stenst því ekki viðmið reglugerðar 636/2009 um skíðasvæðahættumat. Snjóflóð hafa fallið yfir efsta hluta lyftunnar og tilheyrandi skíðaleiðir. Skíðaskálinn er á B-svæði en á slíkum svæðum er heimilt að hafa skíðaskála án næturgistingar. Diskalyfturnar tvær eru fremur vel staðsettar með tilliti til snjóflóðahættu og upphafsstöðvar þeirra beggja ásamt tilheyrandi raðasvæðum eru utan C-svæðis. Undir Magnúsartindi eru snjóflóð tíð niður á troðna skíðaleið. Einnig má búast við flóðum niður á skíðaleiðir undir Sellátrafjalli og Goðatindi við óvenjulegar aðstæður.

Matsvinna

  • Harpa Grímsdóttir (verkefnisstjóri), landfræðingur.
  • Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur.

Skýrslur og kort

Hér fyrir neðan er hættumatsskýrsla og meðfylgjandi kort í einu skjali:

Hættumatsskýrsla með kortum (pdf 14 Mb)



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica